Beint í efni

Um Petmark

Petmark ehf. er dreifingaraðili sem sérhæfir sig í dagvöru og gæludýravörum fyrir sérverslanir og stórmarkaði.
Petmark heildverslun var stofnuð árið 2014 og einbeitti sér fyrstu árið alfarið að innflutningi og dreifingu á gæludýravörum til dýralækna, sérverslana og í stórmarkaði. Uppbygging Petmark var hröð og fólst helst í að vinna náið með samstarfsaðilum til þess að ná fram sem hagkvæmastri vörusamsetningu hverju sinni. Ávallt hefur verið lögð áhersla á að bjóða bestu vörumerki á heimsvísu í sínum flokki.
Petmark veitir þjónustu sérsniðna að þörfum viðskiptavina og leggur mikið upp úr breidd í vöruvali.

2021 - Petmark keypti Sælgætisheildsöluna Víking og fór í fyrsta sinn að þjónusta viðskiptavini með fleiri vöruflokka en gæludýravörur. Meðal vörumerkja eru m.a. Sweetzone, Bazooka, Nerds og hefur vöxturinn verið hraður.

2018 - Petmark flutti úr 550 fm2 húsnæði á Viðarhöfða yfir í 1500fm2 húsnæði að Völuteig í Mosfellsbæ sem hýsir vöruhús, skrifstofur og afgreiðslu.

2014 - Petmark heildverslun var stofnuð með það að meginmarkmiði að halda utan um dreifingu á Orijen og Acana hunda og kattafóðri. Síðar bættust við fleiri vöruflokkar af gæludýravörum og telja vörunúmer í dag yfir 8.000.

Gildi Petmarks

Öryggi - Þjónusta - Traust - Stöðugleiki