Skilmálar
Petmark ehf – Koparslétta 16 – 162 Reykjavík – 6605140660 – Vsk.nr 117660
Almennir skilmálar
Þessir skilmálar eiga við um viðskipti á vefnum www.petmark.is, í eigu Petmark ehf, kt. 660514-0660, Koparsléttu 16, 162 Reykjavík (hér eftir nefnt Petmark). Skilmálarnir skilgreina réttindi og skyldur Petmark annars vegar og kaupanda vöru hins vegar.
Öll verð og vörulýsingar eru birt með fyrirvara um innsláttarvillur og myndarugling.
Öll verð eru birt án virðisaukaskatts, en virðisaukaskattur reiknast í körfu.
Gallar og ábyrgðarskilmálar
Ef vara er gölluð eða eitthvað vantar í vöruna fær viðskiptavinur nýja vöru, afslátt eða afturköllun kaupa. Tilkynning á galla verður að berast munnlega eða skriflega. Seljandi áskilur sér rétt til að sannreyna að varan sé gölluð, þó innan eðlilegra tímamarka.
Ábyrgð seljanda er í samræmi við það sem kveðið er á um í lögum um neytendakaup. Ábyrgð á galla á sérvöru er 2 ár frá því að kaupandi fékk vöru afhenta. Ef hinsvegar er að ræða sölu á sérvöru til fyrirtækis er ábyrgð á galla 1 ár. Ábyrgð er ekki staðfest nema pöntunarstaðfestingu og kvittun fyrir kaupum sé framvísað. Ábyrgð nær ekki til eðlilegs slits eða notkunar á vöru. Ábyrgð fellur jafnframt niður ef rekja má bilun til rangrar meðferðar á vöru.
Vöruskil
Ef skila á vöru vegna galla eða mistaka í afhendingu skal koma athugasemdum til skila til starfsmanna Petmark innan 48 klst frá móttöku vörunnar. Hafi vara skemmst í meðhöndlun þriðja aðila (t.d. flutningsaðila) þarf móttakandi að gera athugasemd við flutningsaðila við afhendingu.
Óski viðskiptavinur eftir að skila vöru þarf varan að vera í sölu hjá Petmark ehf, í söluhæfu ástandi (umbúðir órofnar og heilar) og án verðmerkinga og að lágmarki 3 mánuðir í fyrningardagsetningu sé slík til staðar.
Sendingarkostnaður
Viðskiptavinir geta sótt pantanir í vöruhús Petmark við Koparsléttu 16, 162 Reykjavík. Viðskiptavinur fær tölvupóst þegar pöntun er tilbúin.
Einnig er hægt að fá sent á eigin kostnað, en sendingarkostnaður er þá greiddur við afhendingu.
Petmark sendir einnig með Dropp og reiknast sendingarkostnaður í greiðsluferlinu áður en gengið er frá greiðslu. Skilmálar Dropp gilda um afhendingar á þeirra vegum.
Lög og varnarþing
Íslensk lög skulu gilda um viðskiptaskilmála þessa, samninga og eftir atvikum tilboð sem Petmark gerir við viðskiptavini sína. Ágreining um framkvæmd samnings skulu Petmark og viðskiptavinur leitast við að leysa með samkomulagi. Ef ekki næst samkomulag skulu ágreiningsmál rekin fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Heimilt er að vísa ágreiningi til gerðardóms ef báðir aðilar eru því samþykkir og skulu lög nr. 53/1989 um samningsbundna gerðardóma gilda um málsmeðferð fyrir gerðardómi.
Stefnur
Samfélagsleg ábyrgð
Petmark ehf leggur áherslu á að vera til fyrirmyndar þegar kemur að samfélagslegri ábyrgð. Lögð er áhersla á að þekkja þau neikvæðu áhrif sem starfsemi félagsins getur haft á umhverfi og að finna leiðir til þess að lágmarka þau áhrif. Mikil áhersla er lögð á að bjóða viðskiptavinum umhverfisvænni kosti í vöruvali ásamt því að þrýsta á erlenda birgja að auka úrval umhverfisvænni kosta.
Sorpflokkun og endurvinnsla er áhersluatriði á öllum sviðum rekstrarins og starfsfólk tekur virkan þátt í því starfi.
Engin matarsóun – Stór hluti af starfsemi Petmark felst í deifingu matvæla hvort sem er fyrir menn eða dýr. Starfsmenn og stjórn leggja mikla áherslu á að lágmarka og helst útiloka matarsóun í starfseminni. Ekki verður hjá því komist að hluti vara verði óhæfur til sölu (vegna dagsetninga eða ónýtra umbúða) en eru þær vörur þá seldar á afslætti til viðskiptavina eða gefnar til góðgerðamála. Meðal þeirra góðgerðarfélaga sem Petmark hefur unnið með eru Dýrahjálp, Villikettir, Villikanínur, Samhjálp og fleiri.
Mannauðsstefna
Petmark leggur áherslu á að vera til fyrirmyndar þegar kemur að mannauðsmálum. Lögð er áhersla á að velja starfsmenn í störf út frá gildum félagsins ásamt sérstökum mannauðsgildum: Ástríðu – Frumkvæði – Liðsheild – Áreiðanleika. Fjölbreytt samsetning starfsfólks þegar kemur að kyni, menntun, reynslu og aldri er mikilvæg félaginu.
Lögð er áhersla á að vinnuumhverfi og menning stuðli að góðri heilsu starfsfólks og að umgengni sé ávallt til fyrirmyndar. Starfsfólk er er ein liðsheild sem leysir verkefni dagsins með jákvæðni í fyrirrúmi. Allt starfsfólk fer að reglum um öryggi og tilkynnir frávik sem gætu skapað slysahættu.
Gæðastefna
Markmið stefnunnar er að tryggja að starfsemi félagsins sé í samræmi við lög og reglur, gildi, stefnu og markmið félagsins. Allir starfsmenn bera ábyrgð á að framfylgja gæðastefnu félagsins.
Petmark leggur áherslu á að mæla og standast væntingar viðskiptavina til virðisaukandi þjónustu. Féalgið leggur áherslu á að mæla og tryggja ánægju starfsfólks ásamt því að að öll vinnubrögð séu skipulögð og öguð til þess að tryggja gæði til viðskiptavina.
Petmark setur sér markmið og mælikvarða þegar kemur að gæðum þjónustu og vara og bregst hratt við hvers kyns frávikum.
Persónuverndarstefna
Petmark hefur einsett sér að tryggja áreiðanleika og öryggi persónuupplýsinga. Nær stefnan til persónuupplýsinga er varðar viðskiptavini og birgja sem og aðra einstaklinga sem félagið er í samskiptum við. Petmark leitast við að fylgja að fullu lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga (nr. 90/2018).
Við kaup á vöru eða þjónustu veitir kaupandi Petmark samþykki sitt til að safna og vinna úr persónuupplýsingum úr gagnagrunni fyrirtækisins. Úrvinnsla gagna fer fram svo lengi sem kaupandi lýsir ekki andstöðu sinni við meðferð upplýsinganna. Ef kaupandi óskar eftir að koma athugasemdum um meðhöndlun persónuupplýsinga á framfæri eða óskar eftir að persónuupplýsingum sínum verði eytt úr grunninum, skal athugasemdum komið til Petmark í tölvupósti á petmark@petmark.is. Upplýsingar um kaupanda verður þá eytt úr gagnagrunninum og kaupandi upplýstur um það sérstaklega.
Í flestum tilfellum eru viðskiptavinir Petmark lögaðilar en kunna þó einnig að vera einstaklingar. Helstu upplýsingar sem safnað er eru t.d. samskiptaupplýsingar og samskiptasaga, kennitala og kaupsaga. Auk framangreindra upplýsinga kunnum við einnig að safna og vinna aðrar upplýsingar látnar í té sem nauðsynlegar eru vegna starfsemi félagsins.
Í öryggisskyni er notast við rafræna vöktun (myndavélaeftirlit) í húsnæði okkar. Upplýsingar sem safnast með rafrænni vöktun eru ekki geymdar lengur en í 90 daga.
Petmark getur breytt persónuverndarstefnu sinni og er þá uppfærð útgáfa birt hér.