 (1).png)
Hjá Petmark þjónustum við virka hunda- og kattaræktendur.
Við bjóðum ræktendum í bein viðskipti og bjóðum þeim ræktendum sem nota frá okkar fóður bestu mögulegu kjör.
Ræktendur geta verslað hjá okkur fóður og feldvörur ásamt öllum fylgihlutum.
Starfsfólk Petmark leggur mikinn metnað í að þjónusta ræktendur sem best og hafa áralanga reynslu af ræktun, feldumhirðu og þjálfun
og veita ráðgjöf um næringu og val á vörum.
Hverjir teljast sem ræktendur:
Með virkum hunda- og kattaræktendum er átt við þá ræktendur sem eru reglulega með got eða með got væntanleg og eru með samþykkt ræktunarnafn hjá Hundaræktarfélaginu eða Kynjaköttum.
Fyrir frekari upplýsingar er hægt að hafa samband á petmark@petmark.is eða í síma 577-5313.