Um Petmark

Petmark ehf. er dreifingaraðili sem sérhæfir sig í gæudýravörum fyrir sérverslanir og stórmarkaði. Markimið fyrirtækisins er að vinna náið með samstarfsaðilum til að ná fram sem hagkvæmustu vörusamsetningu hverju sinni. 

Starfsfólk Petmark ehf. leggur metnað sinn í að vinna markvist að hámarks nýtingu þess rýmis sem endursöluaðilar leggja undir vörur frá okkur með skilvirkri A - B - C vörugreiningu.

Petmark ehf. er fulltrúi mjög öflugra vörumerkja í gæludýraheiminum og má þar nefna eftirfarandi vörumerki:

Orijen: Orijen hunda og kattafóður er eitt allra besta fóður fyrir hunda og ketti sem völ er á. Þetta margverðlaunaða fóður er framleitt úr fyrsta flokks hráefnum  og þykir öðrum betri í flokki lífræðilegra rétt samsett næring fyrir okkar ferfættu vini. Fóðrið er framleitt af Champions Pet Food í Kanada. Endilega heimsækið vörusíðu Orijen www.orijen.ca

Acana: Acana hunda og kattafóður er unnið eftir sömu forskrift og Orijen en þó með minna kjöt innihaldi og þykir því henta sumum hundum og köttum betur og þá sérstaklega þeim sem fá minni hreyfingu þar sem prótín þörfin er minni.  Fóðrið kemur frá sama framleiðanda og Orijen eða Champions Pet Food í Kanada. Endilega heimsækið vörusíðu Acana www.acana.ca

Karlie-Flamingo: Er einn stæðsti smávörubirgi með gæludýravörur í Evrópu með mörg þúsund vörunúmer á lager hverju sinni. Fyrirtækið er sameinað fyrirtæki Karlie í Þýskalandi og Flamingo í Belgíu en þau voru áður tveir stæðstu birgjar í Evrópu. Þessi sameining hefur haft verulega hagræðingu í för með sér hjá þessu fyrirtæki sem hefur leitt til hagstæðari innkaupa fyrir okkur. Þessi hagræðing skilar sér beint til okkar viðskiptavina.  
Skoða heimasíðu Karlie www.karlie.de 
Skoða heimasíðu Flamingo www.flamingo.be

KONG: Hunda og kattaleikföng frá Kong hafa verið ein vinsælustu leikföngin á margaðinum síðastliðna áratugi og eru vinsældir þess alltaf að aukast. Flestir hundaþjálfarar mæla með þessum vörum enda ein bestu þjálfunarleikföng sem völ er á. 
Skoða heimasíðu Kong www.kongcompany.com 

GEO-Hellas: Er stór framleiðandi af kattasandi. Fyrirtækið er staðsett í Grikklandi og framleiðir breiða línu af gæða kattasandi í öllum verðflokkum. Imperial Care er einn allra besti kattasandurinn sem í boði er á markaðinum í dag og hentar vel þeim allra kröfuhörðustu. Cat Leader er gæða sandur á góðu verði og hentar vel fyrir alla ketti. Who Cares (WC) er svo ódýrasti kattasandurinn í línunni hjá GEO-Hellas en engu að síðar mjög góður. 
Skoða heimasíðu Geo-Hellas www.geohellas.com 

Surplus Collection: Hunda og kattabæli og dýnur frá þessum belgíska framleiðanda eru afar vönduð og góð vara á frábæru verði. 
Skoða heimasíðu Surplus www.surplusdistribution.be 

Jean Peau: Er Hollenskur framleiðandi af feldvörum fyrir hunda og ketti sem er eliðandi á sínu sviði. Hágæða feldvörur sem unnar eru úr náttúrlegum hráefnum og vinna á öllum helstu húð og feldvandamálum sem upp koma hjá dýrunum. 
Skoða heimasíðu Jean Peau www.jeanpeau.nl 

Bags On Board: Ekki gefa skít í landið! Frá Bags On Board koma einir allra bestu kúkapokar sem hægt er að fá á markaðinum í dag. Sterkir og leka varðir pokar og pokahaldarar á mjög góðu verði
Skoða heimasíðu BagsOnBoard www.bagsonboard.com 

Simple Solutions: Er framleiðandi sem framleiðir breiða línu af hreinsiefnum sérstaklega fyrir gæludýr. Hægt er að fá þrjá gæðaflokka af vörum sem þykja allar mjög góðar.
Skoða heimasíðu Simple Solution www.simplesolution.com 

Versele - Laga: Belgískur fóðurframleiðandi að stæðstu gerð. Frá Versele-Laga kemur breið og góð lína af fóðri fyrir öll gæludýr eða allt frá hundum og niður í smæðstu nagdýrin. Happy Life hundafóðrið frá Versele-Laga er Premium hundafóður á frábæru verði fyrir allan aldursflokk og stærðir hunda. Lara Kattafóður er breið og góð premium lína af kattafóðri sem framleitt er fyrir allr tegundir, lífstíl og aldurskeið katta.
Skoðið heimasíðu Versele-Laga www.versele-laga.be 

Juwel-Aquarium: Þýsk gæðaframleiðandi á fiskabúrum fyrir heimilið. Juwel hefur verið leiðandi framleiðandi á sýnu sviði undanfarin 30 ár og er enn á toppnum. Heildarlausn í fiskabúrum fyrir áhugafólk og lengra komna í þessu gefandi hobbíi.
Skoða heimasíðu Juwel-Aquarium www.juwel-aquarium.de 

Easy Life: 


Hleð inn...
replica cartier watches rolex replica watches Rolex Replica Watches